Leikreglur
Ratleikirnir eru í grunninn einfaldir. Vísbendingar leiða til staðsetninga. Þar má finna límmiða sem eru með 5 stafa kóða sem veitir aðgang að næstu vísbendingu.
Vísbendingarnar eru eins fjölbreyttar eins og þær eru margar. Lýsing á stað, leiðarvísir, nöfn eða kennileiti. Stundum þarf að leysa þraut til að finna vísbendinguna, eins og orðaleik eða myndagátu.
Þurfi ratari frekari aðstoð en vísbendingin veitir er hann hvattur til að leita sér aðstoðar. Dugi það ekki til er hægt að reyna að fá ábendingu frá RATVÍS...
Á stöðunum sem vísbendingarnar leiða ratara til má finna límmiða með 5 stafa kóða. Límmiðarnir eru í skærum litum og eru 15cm í þvermál. Þeir ættu að vera vel sjáanlegir sé farið eftir vísbendingunni en mögulega þarf aðeins að litast um. Það ætti þó ekki að taka meira en nokkrar mínútur að finna kóðann sé ratari á réttum stað.
Sé kóði ekki sjáanlegur eða ratara grunar um að hann sé á réttum stað en engan límmiða er að finna, skal hafa samband við RATVÍS með tölvupósti svo hægt sé að lagfæra það.
Hverjum ratleik verður haldið úti eins lengi og hægt er. Hver staðsetning getur bara verið löguð svo oft ef hún skemmist, eða aðgengi að staðsetningu stöðvast. Þegar ekki er lengur hægt að halda leik gangandi mun hann hverfa af vefsíðunni og límmiðar á staðsetningum fjarlægðir.